Balotelli er ekki slæmur strákur

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu hefur trú á Balotelli.
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu hefur trú á Balotelli. AFP

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu í knattspyrnu, Cesare Prandelli, segir að sóknarmaðurinn Mario Balotelli sé góður leikmaður sem skorti hvatningu.

Ítalski sóknarmaðurinn hefur leikið sem lánsmaður hjá AC Milan í vetur en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir. Óvíst er hvert Balotelli fer í sumar en Prandelli fullyrðir að auðvelt sé að eiga við Balotelli, ólíkt því sem ýmsir aðrir þjálfarar hafa haldið fram.

„Það er ekki erfitt að stjórna honum. Hann er ekki slæmur strákur eða manneskja sem lætur illa að stjórn,“ sagði Prandelli.

„Ég hef alltaf haft trú á honum enda hefur hann mikla náttúrulega hæfileika. Það er hins vegar ljóst að fótbolti er ekki aðalmálið í hans lífi og hann skortir hvatningu,“ bætti fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert