Meiddur og missir af EM

Carvajal var sorgmeiddur þegar hann haltraði af leikvelli á laugardag.
Carvajal var sorgmeiddur þegar hann haltraði af leikvelli á laugardag. AFP

Spænski landsliðsbakvörðurinn Dani Carvajal missir líklega af Evrópumótinu í knattspyrnu vegna meiðsla sem hann hlaut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardag.

Carvajal meiddist á mjöðm og haltraði grátandi af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks. Lið hans, Real Madrid, sigraði Atlético Madrid eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.

Samkvæmt Sky Sports fór Carvajal í skoðun vegna meiðslanna í morgun og talið er að hann verði frá æfingum og keppni í mánuð, sem þýðir að hann missir af EM.

Líklegt er talið að hægri bakvörður Arsenal, Hector Bellerin, taki sæti Carvajal í landsliðshópnum. Spánn mætir Tékklandi í fyrsta leik sínum á EM, 13. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert