Meiðslavandræði hjá Ungverjum

Balázs Dzsudzsák með boltann í vináttulandsleik gegn Fílabeinsströndinni á dögunum.
Balázs Dzsudzsák með boltann í vináttulandsleik gegn Fílabeinsströndinni á dögunum. AFP

Þrír af helstu sóknarmönnum Ungverja glíma við meiðsli á lokasprettinum fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem hefst í Frakklandi 10. júní en Ungverjar eru þar í riðli með Íslendingum.

Þetta eru fyrirliðinn Balázs Dzsudzsák, leikmaður Bursaspor í Tyrklandi, Krisztián Németh, leikmaður Al-Gharafa í Katar, og Tamás Priskin, leikmaður Slovan Bratislava í Slóvakíu.

Þeir eru allir í 30 manna hópnum sem landsliðsþjálfarinn Bernd Storck valdi til lokaundirbúningsins en endanlegur 23 manna hópur verður tilkynntur á morgun og þá skýrist betur staðan á þremenningunum.

Ungverjaland mætir Austurríki í fyrsta leik sínum 14. júní og mætir síðan Íslendingum í Marseille 18. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert