Isco fer ekki á EM - Bellerin fær sæti

Isco í leik með Real Madrid.
Isco í leik með Real Madrid. AFP

Vicenter Del Bosque, þjálfari Evrópumeistara Spánar, hefur valið 23 manna landsliðshóp liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi.

Ekki er pláss fyrir miðjumanninn Isco, leikmann Real Madrid,  í liði Evrópumeistaranna, en Spánverjar hafa úr afar sterkum miðjumönnum að velja og á Isco ekki fast sæti í liði Madrídinga. Hector Bellerin úr Arsenal fyllir í skarð Dani Carvajals úr Real Madrid sem meiddist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðinn laugardag. Bellerin, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán í vináttuleik gegn Bosníu og Hersegóvínu fyrir tveimur dögum.

EM-hópur Spánverja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert