Manchester United fékk skell

Jose Mourinho ræðir við leikmenn Manchester United á æfingu í …
Jose Mourinho ræðir við leikmenn Manchester United á æfingu í Shanghai í gær. AFP

Borussia Dortmund hafði betur, 4:1, þegar liðið mætti Manchester United í æfingaleik í Shanghai í dag. Liðin leika síðan við Manchester City á næstu dögum, en leikirnir eru hluti af æfingamóti sem haldið er árlega í Shanghai. 

Þýski landsliðsmaðurinn Gonzalo Castro skoraði tvö marka Borussia Dortmund og gabonski landsliðsframherjinn Pierre-Emerick Aubameyang og franski unglingalandsliðsmaðurinn Ousmane Dembélé sitt markið hvor.

Armenski landsliðsmaðurinn Henrikh Mkhitaryan sem gekk til liðs við Manchester United frá Borussia Dortmund á dögunum skoraði mark Manchester United. 

Lið Borussia Dortmund var þannig skipað: Byrjunarlið: Weidenfeller - Bender, Dembele, Aubameyang, Rode, Ramos, Kagawa, Sokratis, Castro, Schmelzer, Passlack. Varamenn: Burki, Bonmann, Bartra, Hober, Sahin, Mor, Leitner, Bruun Larsen, Pulisic, Merino, Burnic

Lið Manchester United var þannig skipað: Byrjunarlið: Johnstone - Valencia, Bailly, Jones, Shaw - Blind, Herrara - Mata, Mkhitaryan, Lingard - Memphis. Varamenn: Romero, McNair, Rojo, Tuanzebe, Januzaj, Pereira, Young, Keane, Rashford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert