Tap í fyrsta leik Ara

Ari Freyr Skúlason í leiknum í gær.
Ari Freyr Skúlason í leiknum í gær. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék í gær sinn fyrsta leik með belgíska félaginu Lokeren sem keypti hann á dögunum af OB í Danmörku en Lokeren fékk enska liðið Newcastle í heimsókn.

Newcastle, sem féll úr úrvalsdeildinni ensku í vor, vann stórsigur, 4:0, þar sem Ayoze Perez skoraði tvö mörk og þeir Daryl Janmaat og Jonjo Shelvey eitt hvor. Undir lokin var einn leikmaður úr hvoru liði rekinn af velli.

Ari og Sverrir Ingi Ingason voru báðir í byrjunarliði Lokeren og spiluðu báðir í 60 mínútur. Lokeren mætir Sint-Truiden í fyrsta leik belgísku A-deildarinnar um næstu helgi.

Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason fyrir leikinn gegn …
Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason fyrir leikinn gegn Newcastle. Ljósmynd/Kristján Bernburg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert