Eigandi Napoli: Þetta voru algjör svik

Gonzalo Higuain sýndi stuðningsmönnum nýju Juventus-treyjuna í dag.
Gonzalo Higuain sýndi stuðningsmönnum nýju Juventus-treyjuna í dag. AFP

Eigandi ítalska félagsliðsins Napoli, Aurelio De Laurentiis, fer ekki fögrum orðum um framherjann Gonzalo Higuain eftir félagsskipti hans frá Napoli til Juventus. Hann segir Higuain hafa svikið liðið með því að samþykkja samningstilboð Juventus. Juventus bauð 90 milljónir evra í leikmanninn sem var 4 milljónum frá sleppiákvæði í samningi hans og ákvað Napoli að taka tilboðinu. 

„Sumir segja að allt tal um svik séu ýkjur en þvert á móti tel ég að ákvörðun Higuains sé algjör svik vegna vanþakklætisins sem hann sýndi,“ sagði De Laurentiis. 

„Auðvitað á Juventus þátt í þessu en ég bjóst við öðruvísi hegðun frá honum.“

„Við bjuggumst ekki við þessari þróun eða að Higuain myndi sí svona þurrka út þriggja ára sögu sína hjá félaginu.“

Gonzalo Higuain er 28 ára arg­entínsk­ur fram­herji. Hann gekk í raðir Na­poli frá Real Madrid árið 2013 og hef­ur skorað 71 mark í 104 leikj­um og á síðasta tíma­bili sló hann marka­met í ít­ölsku deild­inni þegar hann skoraði 36 mörk yfir tíma­bilið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert