Higuain: Þoldi ekki aðra mínútu með honum

Gonzalo Higuain í Torino eftir félagsskiptin.
Gonzalo Higuain í Torino eftir félagsskiptin. AFP

Mbl.is greindi á dögunum frá því að eigandi ítalska félagsliðsins Napoli, Aurelio De Laurentiis, hefði kallað framherjann Gonzalo Higuain svikara fyrir að þiggja samningstilboð Juventus. Higuain hefur nú svarað fyrir sig og segir að De Laurentiis hafi verið ástæðan fyrir ákvörðuninni.  

„Það var á endanum mín ákvörðun að fara en De Laurentiis ýtti mér út í það. Mig langar að þakka stuðningsmönnunum og liðsfélögunum en ekki De Laurentiis. Sambandið milli okkar var alveg horfið, ég þoldi ekki aðra mínútu með honum,“ sagði Higuain. 

Gonzalo Higuain er 28 ára arg­entínsk­ur fram­herji. Hann gekk í raðir Na­poli frá Real Madrid árið 2013 og hef­ur skorað 71 mark í 104 leikj­um og á síðasta tíma­bili sló hann marka­met í ít­ölsku deild­inni þegar hann skoraði 36 mörk yfir tíma­bilið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert