Eigandi Napoli: Higuain er leikari eða lygari

Gonzalo Higuain í Torino eftir félagsskiptin.
Gonzalo Higuain í Torino eftir félagsskiptin. AFP

Orðaskipti Aurelios De Laurentiis, eiganda ítalska liðsins Napoli, og framherjans Gonzalos Higuains halda áfram. Nú segir De Laurentiis að Higuain sé annaðhvort lygari eða afbragðsleikar eftir síðustu ummæli leikmannsins.

Erjurnar hófust þannig að De Laurentiis kallaði Higuain svikara fyrir að hafa samþykkt samningstilboð Juventus. Higuain svaraði fyrir sig og sagði að De Laurentiis hefði verið aðalástæðan fyrir félagsskiptunum, hann hefði ekki þolað aðra mínútu í návist hans. 

Í kjölfarið kom tilkynning frá De Laurentiis á heimasíðu Napoli þar sem hann vandar Higuain ekki kveðjurnar. 

„Ef herra Gonzalo Gerardo Higuain var pirraður á návist minni þá tók það hann mörg ár að átta sig á því, nema hann sé annaðhvort lygari eða afbragðsleikari. Ég get útilokað síðari möguleikann því ég veit sitthvað um leikara.

Ef Higuain hefði lesið sér til um sögu borgarinnar ætti hann að vita að þetta er eina borgin sem náði að bola nasistunum út áður en Bandaríkjamenn komu. Þú getur reynt að svíkja þetta fólk ef þú hefur enga sómakennd en ekki reyna að hafa það að fífli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert