Elías Már lánaður til Gautaborgar

Elías Már með boltann í leik með Vålerenga.
Elías Már með boltann í leik með Vålerenga.

Framherjinn Elías Már Ómarsson hefur verið lánaður til sænska knattspyrnuliðsins IFK Gautaborg frá norska liðinu Vålerenga. Þetta kemur fram á heimasíðu norska liðsins.

Lánstíminn er út yfirstandandi keppnistímabil og hefur Gautaborg forkaupsrétt á Elíasi að tímanum loknum. 

Elías, sem er 21 árs gamall og hefur leikið átta U21 árs landsleiki og skorað í þeim eitt mark, gekk til liðs við Vålerenga frá Keflavík fyrir síðasta tímabil. Í ár hefur hann spilað 13 af 19 leikjum Vålerenga í úrvalsdeildinni og skorað 2 mörk en í fyrra lék hann 15 af 30 leikjum liðsins og skoraði 4 mörk.

Gautaborg er í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en þar hittir Elías fyrir annan Íslending, Hjálmar Jónsson, sem hefur leikið með sænska liðinu í 14 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert