Rúnar valtur í sessi?

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, stýrir sínum mönnum af hliðarlínunni.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, stýrir sínum mönnum af hliðarlínunni. Ljósmynd/Vidar Ruud

Norsku blöðin Romerikes Blad og VG segja að framtíð Rúnars Kristinssonar, þjálfara Lilleström sem leikur í norsku efstu deildinni í knattspyrnu, verði rædd á stjórnarfundi hjá félaginu sem haldinn verður í dag. 

Samkvæmt því sem fram kemur í umfjölun blaðanna hafa fjórir stjórnarmenn hug á því að segja Rúnari upp störfum og ráða Arne Erlandsen, fyrrverandi þjálfara liðsins, í hans stað. Lilleström er í 12. sæti deildarnnar með 22 stig eftir 21 umferð, en liðið hefur einungis borið sigur úr býtum í einum af síðustu ellefu deidlarleikjum sínum. 

Owe Halvorsen, stjórnarformaður Lilleström, sagði þó í síðustu viku að staða Rúnas væri trygg og Rúnar sagðist hafa fengið þær upplýsingar á stjórnarfundi í síðustu viku að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu.  

„Ég mætti á fund með stjórninni í síðustu viku og þar var mér tjáð af bæði stjórnarformanninum og daglegum stjórnanda hjá félaginu að stjórnin bæri enn traust til mín sem aðalþjálfara félagsins. Ég get ekki séð að það hafi breyst á nokkurn hátt eftir leikinn gegn Haugesund,“ sagði Rúnar í samtali við Romerikes Blad í gærkvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert