Líkar afar vel hjá Randers

Hannes Þór Halldórsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi …
Hannes Þór Halldórsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi í átta liða úrsltum á EM 2016. Skapti Hallgrímsson

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, færði sig um set frá norska liðinu Bodø/Glimt til danska félagsins Randers, sem leikur undir stjórn Ólafs Helga Kristjánssonar, fyrr í sumar. Hannesi Þór líkar vel við fyrstu kynni sín af félaginu og frammistöðu sína í fyrstu leikjum sínum með danska liðinu. 

„Mér hefur líkað vel við tíma minn hjá Randers og ég er mjög ánægður hér. Við höfum leikið vel í upphafi leiktíðar og það er að sjálfsögðu mjög jákvætt. Það veitir mér sjálfstraust hversu vel liðið hefur leikið og sigrar auka sjálfsöryggið. Mér hefur tekist að ná góðu sambandi við þjálfara liðsins, liðsfélaga mína og stuðningsmenn liðsins,“ sagði Hannes Þór í samtali við heimasíðu Randers. 

Randers er í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig eftir sex umferðir, en liðið hefur einungis fengið fimm stig í fyrstu sex deildarleikjum liðsins á yfirstandandi leiktíð. Randers mætir Silkeborg í næstu umferð á föstudaginn kemur á heimavelli sínum BioNutria Park.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert