Cillessen til Barcelona

Jasper Cillessen eftir vítaspyrnukeppnina gegn Argentínu á HM 2014.
Jasper Cillessen eftir vítaspyrnukeppnina gegn Argentínu á HM 2014. AFP

Spænska stórveldið Barcelona hefur fest kaup á markmanninum Jasper Cillessen frá Ajax í Hollandi. Upphæðin er 13 milljónir evra en gæti hækkað upp í 15 milljónir undir vissum skilyrðum. 

Cillessen skrifaði undir fimm ára samning sem hefur sleppiákvæði upp á 60 milljónir evra. Hann kemur í stað Claudio Bravo sem er á leið til Manchester City og mun etja kappi um byrjunarliðssæti við Þjóðverjann Ter Stegen. 

Cillessen er 27 ára Hollendingur sem hefur verið á mála hjá Ajax frá árinu 2011. Hann spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Holland árið 2013 og nú eru þeir 30 talsins. 

Í sumar hefur Barcelona þegar keypt miðjumanninn André Gomes, varnarmanninn Samuel Umtiti og bakvörðinn Lucas Digne. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert