Eiga toppsætið skilið

Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson á EM í …
Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson á EM í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefði varla getað beðið um betri byrjun á sínum ferli hjá Randers í Danmörku undir stjórn Ólafs Kristjánssonar en í kvöld komst liðið í toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni.

„Ég vil meina að við séum með lið sem erfitt er að spila á móti og það tel ég að við höfum sýnt í upphafi tímabilsins. Við höfum aðeins fengið fimm mörk á okkur í sjö leikjum, og þrjú þeirra komu í fyrstu tveimur leikjunum,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Randers eftir leikinn í kvöld.

Ólafur tók við Randers fyrir tímabilið eftir að hafa stýrt liði Nordsjælland á síðasta tímabili. Hann þurfi þó að víkja úr þeirri stöðu vekja skipulagsbreytinga hjá félaginu en liðið er í dag í 11. sæti deildarinnar með sjö stig.

Randers er hins vegar í toppsætinu með 14 stig ásamt stórliðunum tveimur frá Kaupmannahöfn, Brøndby og FC København en þau eiga þó bæði leik til góða.

„Í öllum leikjum sem við höfum spilað höfum við unnið fyrir sigrinum eða jafnteflunum sem við höfum gert. Þannig að ég er er eiginlega mest svekktur að við erum ekki ósigraðir hér í upphafi móts,” sagði Ólafur en eini tapleikur liðsins kom gegn AaB í annarri umferð deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert