„Griezmann var bestur“

Griezmann og Ronaldo í Mónakó í gær.
Griezmann og Ronaldo í Mónakó í gær. AFP

Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er ekki sammála kjörinu á besta knattspyrnumanni Evrópu en niðurstaðan var gerð opinber í gær.

Cristiano Ronaldo var kjörinn bestur en Simeone segir að Antoine Griez­mann, leikmaður Atletico Madrid, hefði átt að verða fyrir valinu.

„Hann er afgerandi leikmaður og er klárlega einn af þremur bestu í heiminum,“ sagði Simeone um Griezmann.

„Hver sem vinnur á það skilið og ég óska Ronaldo til hamingju. Hann vann Meistaradeild Evrópu og Evrópumótið í sumar sem setti hann í góða stöðu. En það er ekki vafi um það í mínum huga að Griezmann var bestur,“ bætti Simeone við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert