Þau áttu einstakt tímabil

Cristiano Ronaldo og Ada Hegerberg brosmild með verðlaunagripina í Mónakó …
Cristiano Ronaldo og Ada Hegerberg brosmild með verðlaunagripina í Mónakó í gær. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Cristiano Ronaldo frá Portúgal og Real Madrid og Ada Hegerberg frá Noregi og Lyon sigruðu bæði með talsverðum yfirburðum í kjöri UEFA og ESM, Samtaka evrópskra íþróttafjölmiðla, á besta knattspyrnufólki Evrópu 2015-16 sem lýst var í Mónakó í gær.

Ronaldo fékk 40 atkvæði af 55 mögulegum í lokaumferð kosningarinnar en Antoine Griezmann frá Frakklandi og Atlético Madrid fékk 8 og Gareth Bale frá Wales og Real Madrid 7.

Hegerberg fékk 13 atkvæði af 20 mögulegum í lokaumferðinni í kvennaflokki en Amandine Henry frá Frakklandi og Lyon fékk 4 atkvæði og Dzsenifer Marozsán frá Þýskalandi og Wolfsburg fékk 3 atkvæði.

Fulltrúar frá Morgunblaðinu tóku þátt í báðum kosningunum en einn íþróttafréttamaður frá hverju landi hefur atkvæðisrétt.

Ronaldo og Hegerberg áttu bæði nánast einstakt tímabil og því koma yfirburðir þeirra í kosningunni ekki á óvart.

Nánar er fjallað um Ronaldo og Hegerberg í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert