Tap í fyrsta leik

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. AFP

Alfreð Finnbogason og félagar hans í þýska 1. deildarliðinu Augsburg töpuðu 2:0 fyrir Wolfsburg í fyrstu umferð þýsku deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Íslenski framherjinn var keyptur til Augsburg í sumar eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Real Sociedad frá því í janúar en hann var afar mikilvægur fyrir þýska liðið undir lok leiktíðar.

Hann var í byrjunarliði Augsburg í dag en var skipt af velli á 63. mínútu.

Wolfsburg hafði betur 2:0 en þetta var fyrsta umferð deildarinnar. Daniel Didavi og Ricardo Rodriguez skoruðu mörkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert