„Er í mínum höndum“

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert

Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er með afar freistandi tilboð í höndunum, en ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv vill fá hann í sínar raðir áður en félagaskiptaglugganum verður lokað á morgun. Viðar hefur farið á kostum með sænska liðinu Malmö og er markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni með 14 mörk. Malmö hefur þegar samþykkt kauptilboð frá ísraelska liðinu sem hljóðar upp á um 500 milljónir íslenskra króna. Mörg önnur félög hafa verið með Viðar í sigtinu en ekkert hefur boðið eins vel í hann og Maccabi Tel Aviv hefur gert.

Viðar Örn fór ásamt umboðsmanni sínum, Ólafi Garðarssyni, til Ísraels í gær þar sem þeir skoðuðu aðstæður og ræddu við forráðamenn félagsins, sem vilja ólmir fá Selfyssinginn í sínar raðir.

Erfið ákvörðun að taka

„Nú er þetta bara í mínum höndum og það eru erfiðir klukkutímar fram undan að spá og spekúlera hvort ég eigi að taka tilboðinu eða ekki. Þetta er mjög heillandi allt saman. Borgin er mögnuð og allt í kringum félagið er virkilega flott. Liðið er í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og er mjög sterkt,“ sagði Viðar Örn í samtali við Morgunblaðið.

Nánar er rætt við Viðar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert