Lagerbäck verður lengur hjá Svíunum

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Svíinn Lars Lagerbäck sem hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar hefur gert samning við sænska knattspyrnusambandið sem gildir út næsta ár.

Upphaflega stóð til að Lagerbäck aðstoðaði Svíana í komandi leik á móti Hollendingum í undankeppni HM en nú hefur verið ákveðið að hann verði í ráðgjafarhlutverki fyrir sænska knattspyrnusambandið og verði Janne Andersson landsliðsþjálfara innan handar en Andersson tók við sænska landsliðinu í sumar af Erik Hamren.

Lagerbäck er öllum hnútum kunnugur hjá sænska knattspyrnusambandinu en hann þjálfaði karlalandsliðið frá 1998 til 2009 og undir hans stjórn komust Svíar á fimm stórmót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert