Real Madrid missteig sig annan leikinn í röð

Það var hart barist í kvöld. Hér er Nacho Fernandez …
Það var hart barist í kvöld. Hér er Nacho Fernandez í baráttunni við Vicente Gomez, miðjumann Las Palmas. AFP

Real Madrid tapaði stigum annan leikinn í röð er liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fyrir síðasta leik í deildinni þar sem liðið gerði jafntefli við Villarreal hafði Real Madrid unnið 16 deildarleiki í röð en Madrídingar hefðu með sigri í þeim leik getað slegið met Barcelona sem vann á sínum tíma 16 leiki í röð tímabilið 2010-11.

Las Palmas átti þó stigið skilið í kvöld eftir góða frammistöðu þrátt fyrir þunga pressu stórliðsins frá Madrid á lokamínútunum.

Marco Asensio kom Madrid yfir, 1:0 en Tana jafnaði metin á 38. mínútu. Karim Benzema kom Madrid yfir á ný á 67. mínútu en Sergio Ezequiel Araujo jafnaði metin á 85. mínútu.

Real Madrid heldur toppsætinu þrátt fyrir að hafa misstigið sig tvo leiki í röð en liðið hefur 14 stig, stigi meira en Barcelona, sem hefur 13 stig í 2. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert