Birkir mætir Arsenal

Birkir Bjarnason í leik gegn Ludogorets, sínum fyrsta leik í …
Birkir Bjarnason í leik gegn Ludogorets, sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu. AFP

Birkir Bjarnason verður í eldlínunni á Emirates Stadium í Lundúnum í kvöld þegar lið hans, Basel, etur kappi við Arsenal í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Öll liðin í riðlinum eru með eitt stig en Arsenal gerði jafntefli við Paris SG og Basel og Ludogorets skildu jöfn.

Það verður væntanlega á brattann að sækja fyrir Birki og félaga enda hefur Arsenal-liðið verið á mikilli siglingu og skemmst er að minnast 3:0 sigurs þess á móti Chelsea um síðustu helgi.

Í Madrid verður sannkallaður stórleikur þegar heimamenn í Atlético Madrid fá þýsku meistarana í Bayern München í heimsókn. Bæði lið fögnuðu sigri í fyrstu umferðinni. Bayern burstaði rússneska liðið Rostov, 5:0, á heimavelli en á sama tíma og Atlético Madrid gerði góða ferð til Hollands og vann hollensku meistarana í PSV Eindhoven, 1:0.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert