FH-banarnir unnu Viðar Örn og félaga

Arnór Ingvi Traustason í leiknum í kvöld.
Arnór Ingvi Traustason í leiknum í kvöld. AFP

Íslendingar riðu ekki feitum hesti í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv töpuðu 1:0 gegn FH-bönunum í Dundalk á Írlandi og þá lék Arnór Ingvi Traustason í tapliði Rapid Vín sem tapaði 1:0 gegn Athletic Bilbao á Spáni.

Viðar Örn og félagar lágu óvænt gegn FH-bönunum í Dundalk en eina mark leiksins skoraði Ciarán Kilduff á 72. mínútu leiksins. Viðar Örn og félagar eru stigalausir á botni riðilsins en þeir töpuðu 4:3 á heimavelli gegn Zenit frá Rússlandi í fyrstu umferðinni. Zenit vann AZ Alkmaar 5:0 í kvöld.

Arnór Ingvi lék fyrstu 72. mínúturnar en Vínarliðið lenti undir á 59. mínútu en þá skoraði Benat mark sitt eftir stoðsendingu frá Raul Garcia. Genk, Sassuolo, Rapid Vín og Athletic Bilbao hafa öll þrjú stig í F-riðli.

Úrslit síðari leikja kvöldsins:

1:0 Athletic Bilbao - Rapid Vín

1:0 Fenerbahce - Feyenoord

1:0 Mancheser United - Zorya Luhansk

0:1 Olympiakos - Apoel

4:0 Roma - Astra Giurgiu

1:1 Saint-Étienne - Anderlecht

5:0 Zenit Pétursborg - AZ Alkmaar

1:0 Dundalk - Maccabi Tel Aviv

1:0 Austria Vín - Viktoria Plzen

3:1 Genk - Sassuolo

Viðar Örn Kjartansson í leik með Maccabi Tel Aviv.
Viðar Örn Kjartansson í leik með Maccabi Tel Aviv. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert