Man. United – Zorya – staðan er 1:0

Zlatan Ibrahimovic í baráttu við Mikhail Sivakov.
Zlatan Ibrahimovic í baráttu við Mikhail Sivakov. AFP

Manchester United vann í kvöld 1:0 sigur á úkraínska liðinu Zorya Luhansk í Evrópudeildinni í knattspyrnu en leikið var á Old Trafford. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Eina mark leiksins skoraði Svíinn magnaði Zlatan Ibrahimovic eftir að Wayne Rooney, sem hafði komið skömmu áður inn á sem varamaður, hafði hitt boltann illa með lærinu inni í teig. Úr varð hins vegar hin fínasta stoðsending á Zlatan sem skallaði boltann inn af stuttu færi í netið.

United hefur þar með þrjú stig í A-riðli í Evrópudeildinni en liðið tapaði gegn Feyenoord í fyrstu umferðinni. Robin van Persie og félagar í Fenerbahce unnu hins vegar Feyenoord í kvöld, 1:0. Tyrkirnir eru í 1. sæti með fjögur stig, United og Feyenoord í 2. og 3. sæti með þrjú stig og Zorya með eitt stig í 4. sæti.

Manchester United – Zorya, staðan er 1:0

90. Leik lokið. Manchester United vinnur Zorya 1:0.

89. Zlatan með aukaspyrnu, snýr boltann fyrir utan vegginn en skotið of laust.

74. Skiptingar hjá United: Juan Mata út og Ashley Young inn. Anthony Martial út og Fosu-Mensah inn.

73. FH-banarnir í Dundalk komnir 1:0 yfir gegn Viðari Erni og félögum í Maccabi. Þá er Bilbao komið yfir gegn Arnóri Ingva og félögum í Rapid Vín, 1:0.

69. MARK! (1:0)! Zlatan Ibrahimovic skorar furðulegt mark. Wayne Rooney á misheppnað skot með lærinu sem fer í jörðina og skoppar upp. Zlatan stangaði knöttinn svo af stuttu færi í netið.

67. Wayne Rooney kemur inn fyrir Jesse Lingard. Klappað lof í lófa.

60. Lítið að gerast í þessum leik. United meira boltann að vanda.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Kominn hálfleikur hjá United. Markalaust í hálfleik.

41. Manchester United hefur sótt stíft undanfarnar mínútur. Fellaini rétt í þessu með skalla í jörðina og yfir markið eftir hornspyrnu.

Paul Pogba með boltann í kvöld.
Paul Pogba með boltann í kvöld. AFP

20. Marcus Rashford með þrumuskot í slá og niður en inn fór boltinn ekki. Fékk boltann á fjær utarlega í teignum eftir hornspyrnu. United hefur haft tögl og hagldir í þessum leik eins og við var að búast. Þetta var fyrsta færi þeirra.

7. Leikurinn fer rólega af stað í Manchester. Móri stillir upp sterku liði í kvöld með bæði Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic í byrjunarliðinu. Hann vill sigur!

3. Níu aðrir leikir fara fram kl. 19:05. Viðar Örn Kjartansson er í fremstu víglínu Maccabi Tel Aviev sem mætir FH-bönunum í Dundalk á Írlandi og þá er Arnór Ingvi Traustason í sóknarlínu Rapid Vín sem mætir Athletic Bilbao á Spáni. Við munum einnig fylgjast með gangi mála hjá Íslendingunum hér.

1. Leikurinn er hafinn!

0. Rooney byrjar aftur á bekknum hjá United. Spurning hvort hann sé ekki bara sáttur með það og fái þá að byrja leikinn um helgina gegn Stoke City.

Wayne Rooney hlustar hér á Rui Faria aðstoðarþjálfara sinn á …
Wayne Rooney hlustar hér á Rui Faria aðstoðarþjálfara sinn á bekknum í kvöld. AFP

Manchester United: Romero; Fosu-Mensah, Bailly, Smalling, Rojo; Fellaini, Pogba; Lingard, Mata, Rashford; Ibrahimovic.
Varamenn: Johnstone, Carrick, Schneiderlin, Young, Martial, Memphis, Rooney

Zorya: Shevchenko, Kamenyuka, Sivakov, Forster, Sobol, Karavaev, Grechyshkin, Chaykovskiy, Petriak, Ljubenovic, Kulach

José Mourinho var afar alvarlegur á svip fyrir leikinn í …
José Mourinho var afar alvarlegur á svip fyrir leikinn í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert