Loksins sigur hjá Lokeren

Ari Freyr og Sverrir Ingi voru í sigurliði í dag.
Ari Freyr og Sverrir Ingi voru í sigurliði í dag.

Lokeren sigraði Kortrijk 2:1 í belgísku A-deildinni í knattspyrnu í dag en tveir Íslendingar komu við sögu. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í ágúst.

Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Lokeren í dag og lék allan leikinn en Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Lokeren hafði ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum en liðið fór með sigrinum upp í ellefta sæti með 10 stig.

Ari Freyr og Sverrir eru nú komnir í smá frí frá belgíska boltanum en þeir eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert