Reif í treyju dómarans (myndskeið)

Alfreð Finnbogason fagnar markinu umdeilda.
Alfreð Finnbogason fagnar markinu umdeilda. mbl.is/Golli

Niklas Moisander fyrliði finnska karlalandsliðið í knattspyrnu hefði með réttu átt að fá rautt spjald í aðdraganda sigurmarks Íslendinga gegn Finnum á Laugardalsvellinum í gærkvöld.

Moisander reif í treyju norska dómarans Svein Oddvar Moen og fékk í kjölfarið að líta gula spjaldið en leikmenn finnska liðsins mótmæltu kröftuglega markinu sem Moen dæmdi gott og gilt en ómögulegt er segja til um það hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna eða ekki.

Atvikið af því þegar fyrirliðinn rífur í treyju dómarans má sjá í meðfylgjandi myndskeiði sem og sigurmarkið umdeilda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert