„Þetta eru bara stelpur í fótbolta eins og við“

Málfríður Erna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttu við Ellu …
Málfríður Erna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttu við Ellu Masar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bikarmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna eru staddir í Malmö þar sem þeir mæta sænsku meisturunum í Rosengård kl. 17 í dag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Rosengård vann fyrri leikinn í Kópavogi, 1:0, í hræðilegu veðri; miklu roki og rigningu.

Blaðamaður spurði Fanndísi Friðriksdóttur, kantmann Breiðabliks, hvort ekki væri hætt við að stjörnum prýtt lið Rosengård myndi njóta sín betur á gervigrasvelli sínum, í góðu veðri:

„Það er reyndar bara ekkert gott veður hérna, svo þær hafa ekki yfirhöndina þar. Þetta er frekar íslenskt veður. En auðvitað nenntu þær kannski ekkert voðalega mikið að spila við okkur í veðrinu sem var boðið uppá heima. Á móti kemur að við erum líka mjög góðar í fóbolta og gátum ekki heldur spilað eins og við viljum gera,“ sagði Fanndís. Hún er sannfærð um að Breiðablik geti skorað í Malmö í dag og hugsanlega látið eitthvað sem virðist svo fjarlægur draumur rætast:

„Mér fannst við sýna það í síðasta leik, þar sem við fengum alla vega eitt dauðafæri. Við hefðum líka getað spilað betri fótbolta á köflum í þeim leik og ég hef trú á að við getum skorað núna.“

Rosengård lék á sunnudaginn við Linköping í hálfgerðum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn á þessari leiktíð og tapaði 1:0. Það má því búast við að liðið sé í sárum. Þar að auki meiddist sænska markadrottningin Lotta Schelin, sem skoraði markið í Kópavogi, og verður hún ekki með í dag:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert