Þetta var búið eftir spjaldið

Pep Guardiola íhugull á hliðarlínunni í kvöld.
Pep Guardiola íhugull á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var svekktur eftir 4:0 tap gegn sínum gömlu lærisveinum í Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 

Claudio Bravo, markvörður City, fékk klaufalegt rautt spjald á 53. mínútu þegar staðan var 1:0 fyrir Manchester City.  Bravo gerði sig sekan um slæm mistök er hann sendi knöttinn á Luis Suárez framherja Barcelona sem skaut að markinu. Bravo varði með höndum fyrir utan teig og fékk réttilega rautt spjald. 

„Ég talaði við hann (Bravo), hann var svekktur, en þetta er hluti af leiknum,“ sagði Guardiola um Bravo og rauða spjaldið.

„Á þessu stigi er erfitt að vera 10 á móti 11. Þangað til var þetta opið og við vorum að spila á móti liði með mikinn persónuleika. Eftir spjaldið var þetta búið,“ sagði Guardiola en liðsmenn Barcelona nýttu sér liðsmuninn vel og Lionel Messi fullkomnaði þrennu sína á þeim tíma er Börsungar voru fleiri.

„Við vorum inni í leiknum. Við vorum að pressa og héldum boltanum og sköpuðum færi. Við nýttum þau ekki en þú þarft að nýta þau til þess að vinna leikinn,“ sagði Guardiola. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert