Kári og félagar steinlágu á heimavelli

Kári Árnason.
Kári Árnason. Ljósmynd/malmöff

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason og félagar hans í Malmö, toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, fóru illa að ráði sínu í dag er liðið tapaði gegn Östersund  3:0 á heimavelli.

Kári lék allan leikinn að vanda í hjarta varnar Malmö.

Tapið í dag þýðir að AIK og Norrköping geta bæði minnkað forskot Malmö á toppi deildarinnar í fjögur stig. Malmö er með 60 stig og á þrjá leiki eftir en AIK og Norrköping eru bæði með 53 stig og eiga eftir að spila í 27. umferðinni á morgun og á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert