Elías Már tryggði Gautaborg sigurinn

Elías Már fagnar marki með Gautaborg.
Elías Már fagnar marki með Gautaborg. Ljósmynd/ifkgoteborg.se

Elías Már Ómarsson tryggði IFK Gautaborg sigurinn gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Elías skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu og var þetta 5. marks hans fyrir félagið en leikurinn í kvöld var sá 10. í röðinni hjá honum. Hann fór af velli á 86. mínútu. Hjálmar Jónsson var ónotaður varamaður hjá Gautaborg í kvöld.

Með tapinu er AIK endanlega úr leik í baráttunni um meistaratitilinn en Haukur Heiðar Hauksson var ekki í leikmannahópnum í kvöld. Eins og fram kom í viðtali við hann í Morgunblaðinu á dögunum hefur hann glímt við meiðsli í hné og fer í aðgerð eftir tímabilið.

Malmö er í toppsæti deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið. Malmö, með Kára Árnason innanborðs, er með 60 stig, Norrköping hefur 56 stig í öðru sæti og AIK er í þriðja sætinu með 53. Gautaborg er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert