Neuer ósáttur við Mourinho

Manuel Neuer.
Manuel Neuer. AFP

Manuel Neuer, markvörður og fyrirliði Bayern München og þýska landsliðsins, er ósáttur með meðferðina sem Bastian Schweinsteiger hefur fengið hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United.

Schweinsteiger hefur verið úti í kuldanum hjá portúgalska stjóranum og hefur ekki einu sinni fengið að æfa með aðalliðinu. Eftir 4:0 tap á móti Chelsea segir Neuer að fyrrverandi samherji sinn eigi nú að fá tækifæri að spila með liðinu.

„Það er erfitt þegar þú færð ekki að vera með á æfingum og þarft að æfa einsamall. Ég vona innilega að Bastian komi inn í umræðuna. Við vitum öll að hann er einn besti miðjumaður í heimi og heima í liði Manchester United en ekki að æfa einn út af fyrir sig,“ sagði Neuer við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í stöðu Schweinsteiger hjá Manchester United, sem hann gekk til liðs við fyrir síðustu leiktíð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert