Elías Már er eftirsóttur

Elías Már fagnar marki með Gautaborg.
Elías Már fagnar marki með Gautaborg. Ljósmynd/ifkgoteborg.se

Það er áhugi hjá fleiri liðum en hjá sænska úrvalsdeildarliðinu að fá Keflvíkinginn Elías Má Ómarsson til liðs við sig.

Hann er í láni hjá Gautaborg frá norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga en Elías hefur svo sannarlega gert það gott með Gautaborgarliðinu frá því hann kom til þess í ágúst. Hann hefur skorað 5 mörk í 10 leikjum og hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli.

,,Jú, það passar. Viðræður við Gautaborg eru byrjaðar og það er of snemmt að segja til um það hver lendingin verður. Það er áhugi frá fleiri liðum og meðal annars frá öðru sænsku liði,“ segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, við sænska netmiðilinn fotbolldirekt.se.

Gautaborg hefur forkaupsrétt á Elíasi og þarf að vera búið að ganga frá samningi fyrir 15. nóvember. Eftir það þarf Gautaborg að gera persónulegan samning við Elías Má. Ólafur segir að Elías sé jákvæður fyrir því að vera áfram hjá Gautaborg en segir að það sé áhugi á leikmanninum frá fleiri stöðum en það sé Elías sjálfur sem eigi lokaorðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert