Rúrik lagði upp mark

Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúrik Gíslason lagði upp mark fyrir Nürnberg gegn gamla Íslendingaliðinu Stuttgart í Þýskalandi í kvöld. 

Stuttgart hafði betur 3:1 á heimavelli sínum í Stuttgart, að viðstöddum 42 þúsund áhorfendum, en liðin mættust í þýsku B-deildinni í knattspyrnu. Rúrik kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og lagði upp mark fyrir Kevin Möhwald á 80. mínútu. Liðið minnkaði þá muninn í 2:1. 

Nürnberg er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig eftir fjórtán umferðir, sex stigum frá þriðja sætinu sem er umspilssæti. Braunschweig með 30 stig og Stuttgart með 29 eru í tveimur efstu sætunum en Hannover er í þriðja sæti með 25 stig.

Ásgeir Sigurvinsson og Eyjólfur Sverrisson léku lengi með Stuttgart á árum áður og urðu báðir meistarar með félaginu en Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson voru einnig í röðum félagsins um tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert