Ætla að gefa leikmenn til Chapecoense

Lið Chapecoense í síðustu viku, fyrir undanúrslitaleik í keppninni.
Lið Chapecoense í síðustu viku, fyrir undanúrslitaleik í keppninni. AFP

Hörmuleg örlög flestra leikmanna og forráðamanna brasilíska liðsins Chapecoense hafa ekki farið fram hjá mörgum í dag, en 76 manns létu lífið í flugslysi í Kólumbíu seint í gærkvöldi.

Liðið var á leið í úr­slita­leik í Copa Su­da­mericana, sem er sam­svar­andi Evr­ópu­deild UEFA inn­an Evr­ópu. Mótherjinn Atlético Nacional frá Kól­umb­íu, sig­ur­veg­arinn í keppn­inni á síðasta ári, hefur óskað eftir því að lið Chapecoen­se fái meistaratitilinn.

Þá hafa félög í Brasilíu stigið fram og boðist til þess að gefa leikmenn svo að félagið geti byggt upp lið á ný. Flamengo og Palmeiras, sem eru stórlið í Brasilíu, hafa bæði staðfest slíkt.  Palmeiras tryggði sér brasilíska meistaratitilinn með sigri á Chapecoense, 1:0, í næstsíðustu umferð deildarinnar og var því síðasti mótherji liðsins fyrir slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert