Flugeldi kastað í markvörð (myndskeið)

Frá atvikinu í gærkvöld.
Frá atvikinu í gærkvöld. AFP

Leikur Metz og Lyon í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld var flautaður af eftir tæpan hálftíma leik eftir að flugeldi var kastað að markverði Lyon.

Metz komst yfir á 28. mínútu leiksins en skömmu síðar var flugeldi kastað í Anthony Lopes, markvörð Lyon, og þegar verið var að gera að meiðslum hans var öðrum flugeldi kastað að honum. Lopes var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og dómari leiksins flautaði leikinn af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert