Ronaldo ekki í dýrasta liði heims

Antoine Griezmann er í liðinu.
Antoine Griezmann er í liðinu. AFP

Franska knattspyrnutímaritið France Football hefur í samstarfi við CIES búið til byrjunarlið yfir dýrustu knattspyrnumenn heims en það vekur athygli að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er ekki í liðinu. Miðað er við núvirði leikmanna.

France Football er flestum kunnugt en það er eitt þekktasta knattspyrnutímarit heims. Nú hefur tímaritið ákveðið að birta dýrasta byrjunarlið heims í samstarfi við CIES, sem er þekkt fyrir rannsóknir sínar innan knattspyrnugeirans.

Cristiano Ronaldo, einn besti leikmaður heims og fyrrum dýrasti leikmaður heims, er ekki í byrjunarliðinu þrátt fyrir mikla yfirburði á þessu ári, en hann var seldur frá Manchester United til Real Madrid fyrir sjö árum síðan en hann kostaði þá liðið 80 milljónir punda.

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, er dýrasti leikmaður heims samkvæmt skýrslu CIES, en hann er metinn á 195 milljónir evra. Hægt er að sjá byrjunarliðið í heild sinni hér fyrir neðan.

Byrjunarliðið: David De Gea (Manchester United), Marquinhos (PSG), Leonardo Bonucci (Juventus), Raphael Varane (Real Madrid), Aymeric Laporte (Athletic Bilbao), Marco Verratti (PSG), Paul Pogba (Manchester United), Coutinho (Liverpool), Neymar (Barcelona, Lionel Messi (Barcelona), Antoine Griezmann (Atlético Madrid).

Hér er byrjunarlið sett upp.
Hér er byrjunarlið sett upp. 101great goals
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert