Tístu mest um tapið gegn Íslandi

Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu gegn Englandi en Chris Smalling …
Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu gegn Englandi en Chris Smalling leynir ekki vonbrigðum sínum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Af öllum atburðum ársins sem nú er að líða þá tjáði breska þjóðin sig mest um tap Englands gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM karla í knattspyrnu. Sú var að minnsta kosti raunin hjá notendum Twitter.

Englendingar voru í sárum eftir 2:1-tapið gegn Íslendingum sem gerði út um vonir Roy Hodgson og hans manna um verðlaun á mótinu. Bretar skrifuðu 128.000 tíst á mínútu á meðan á leiknum stóð, sem er 21.000 tísti meira en þegar öskubuskuævintýri Leicester náði hámarki og liðið varð Englandsmeistari.

Tíu vinsælustu umræðuefnin hjá Bretum á Twitter voru öll tengd fótbolta, samkvæmt frétt BBC. Engu tísti var oftar endurtíst (e. retweet) en því þegar Leicester staðfesti að liðið væri orðið Englandsmeistari, eða alls 396.000 sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert