FFT valdi Íslendinga stuðningsmenn ársins

Íslendingar fagna sigrinum á Englandi í 16-liða úrslitum á EM …
Íslendingar fagna sigrinum á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hið virta og vinsæla fótboltatímarit FourFourTwo hefur valið Íslendinga sem bestu stuðningsmenn ársins vegna framgöngu þeirra á Evrópumóti karla í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði FFT þar sem tímaritið bendir á fólk sem skarað hefur fram úr á árinu sem er að líða. Á vef tímaritsins segir að enginn hafi búist við neinu af íslenska liðinu á EM en að íslenskir stuðningsmenn hafi stutt við bakið á sínu liði eins og kostur var, og fengið kraftaverkið sem þeir áttu skilið. Það er að segja ef hægt er að kalla sigur á Englandi kraftaverk, bætir tímaritið við.

Hal Robson-Kanu þykir hafa skorað mark ársins en hann fór afar illa með varnarmenn Belgíu þegar Wales tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM.

Megan Rapinoe, miðjumaður bandaríska kvennalandsliðsins, er kona ársins hjá FFT en hún hefur meðal annars barist gegn kynþáttaníði og öðru ranglæti í bandarísku samfélagi. Portúgalinn Cristiano Ronaldo er maður ársins hjá FFT, en hann varð Evrópumeistari bæði með Real Madrid og Portúgal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert