Hvaða lið geta mæst?

Arsenal getur mætt Bayern og fimm öðrum liðum.
Arsenal getur mætt Bayern og fimm öðrum liðum. AFP

Ljóst er hvaða lið eru komin í pottinn fyrir dráttinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir úrslit kvöldsins. En hvaða lið geta mæst þegar dregið verður á mánudaginn kemur, 12. desember?

Sigurvegarar riðlanna eru í efri styrkleikaflokki og verða dregnir gegn liðunum sem voru í 2. sæti riðlanna, og eru þar með í neðri styrkleikaflokki. Liðin í neðri flokknum eiga fyrri leikinn á heimavelli.

Með þeim undantekningum að lið frá sama landi geta ekki mæst, og ekki heldur þau sem voru saman í riðli.

Arsenal og Paris Saint-Germain komust upp úr A-riðli, Napoli og Benfica úr B-riðli, Barcelona og Manchester City og Barcelona úr C-riðli, Atlético Madrid og Bayern München úr D-riðli, Monaco og Bayer Leverkusen úr F-riðli, Borussia Dortmund og Real Madrid úr F-riðli, Leicester og Porto úr G-riðli og Juventus og Sevilla úr H-riðli.

Í efri styrkleikaflokki eru: 
Arsenal 
Napoli
Barcelona
Atlético Madrid
Mónakó
Borussia Dortmund
Leicester
Juventus

Í neðri styrkleikaflokki eru:
París SG
Benfica
Manchester City
Bayern München
Bayer Leverkusen
Real Madrid
Porto
Sevilla

Þessir möguleikar eru fyrir hendi í drættinum:

Arsenal getur mætt Benfica, Bayern, Leverkusen, Real Madrid, Porto og Sevilla.
Napoli getur mætt París SG, Man.City, Bayern, Leverkusen, Real Madrid, Porto og Sevilla.
Barcelona getur mætt París SG, Benfica, Bayern, Leverkusen og Porto.
Atlético Madrid getur mætt París SG, Benfica, Man.City, Leverkusen og Porto.
Mónakó getur mætt Benfica, Man.City, Bayern, Real Madrid, Porto og Sevilla.
Dortmund getur mætt París SG, Benfica, Man.City, Porto og Sevilla.
Leicester getur mætt París SG, Benfica, Bayern, Leverkusen, Real Madrid og Sevilla.
Juventus getur mætt París SG, Benfica, Man.City, Bayern, Leverkusen, Real Madrid og Porto.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert