Dortmund tók toppsætið

Dortmund fagnar í kvöld.
Dortmund fagnar í kvöld. AFP

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lauk í kvöld með átta leikjum. Borussia Dortmund tók toppsætið í sínum riðli en Real Madrid hafnaði í öðru.

Í E-riðli var Monaco búið að vinna riðilinn en liðið tapaði í kvöld fyrir Leverkusen. Leiknum lauk með 3:0 sigri heimamanna. Tottenham vann á meðan CSKA Moskvu 3:1. Enska liðið lenti undir í leiknum en Dele Alli og Harry Kane sáu til þess að gulltryggja þriðja sætið.

Borussia Dortmund vann F-riðil með því að ná í 2:2 jafntefli gegn Real Madrid. Madrídingar komust yfir með tveimur mörkum frá Karim Benzema en Pierre-Emerick Aubameyang og Marco Reus sáu til þess að liðið myndi hirða toppsætið. Legia Varsjá vann 1:0 sigur á Sporting.

Leicester vann G-riðil þrátt fyrir 5:0 tap gegn Porto. FCK tekur svo Evrópudeildarsætið á meðan Porto fylgir Leicester áfram.

Juventus tók toppsætið í H-riðli eftir 2:0 sigur á Dinamo Zagreb. Sevilla og Lyon gerðu markalaust jafntefli og fer því Sevilla áfram með Juventus. Lyon fer í Evrópudeildina.

E-riðill:
Bayer Leverkusen 3:0 AS Monaco
Tottenham Hotspur 3:1 CSKA Moskva

Lokastaðan: Mónakó 11, Leverkusen 10, Tottenham 7, CSKA 3.

F-riðill:
Legia Varsjá 1:0 Sporting Lissabon
Real Madrid 2:2 Borussia Dortmund

Lokastaðan: Dortmund 14, Real Madrid 12, Legia 4, Sporting 3

G-riðill:
Club Brugge 0:2 FC Köbenhavn
Porto 5:0 Leicester City

Lokastaðan: Leicester 13, Porto 11, FC Köbenhavn 9, Club Brugge 0.

H-riðill:
Juventus 2:0 Dinamo Zagreb
Lyon 0:0 Sevilla

Lokastaðan: Juventus 14, Sevilla 11, Lyon 8, Dinamo Zagreb 0.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leikjunum er lokið.

89. MARK!! Real Madrid 2:2 Borussia Dortmund. Marco Reus skorar og tryggir toppsætið í riðlinum.

78. MARK!! Tottenham Hotspur 3:1 CSKA Moskva. Igor Akinfeev setur boltann í eigið net og heimamenn komnir í tveggja marka forystu.

61. MARK!! Real Madrid 2:1 Borussia Dortmund. Pierre-Emerick Aubameyang að skora, hver annar??

53. MARK!! Real Madrid 2:0 Borussia Dortmund. Karim Benzema með sitt annað mark í kvöld. Frábærlega gert.

52. MARK!! Juventus 1:0 Dinamo Zagreb. Gonzalo Higuain skorar fyrir Juventus. Þeir að vinna riðilinn eins og staðan er núna.

Hálfleikur.

45. MARK!! Tottenham Hotspur 2:1 CSKA Moskva. Harry Kane kemur heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks. Gott mark hjá honum.

38. MARK!! Tottenham Hotspur 1:1 CSKA Moskva. Dele Alli jafnar fimm mínútum síðar.

30. MARK!! Legia Varsjá 1:0 Sporting. Guilherme að skora. Legia komið yfir!

33. MARK! Tottenham Hotspur 0:1 CSKA Moskva. Alan Dzagoev að koma Rússunum yfir á Englandi.

30. MARK!! Bayer Leverkusen 1:0 AS Monaco. Yurchenko skorar fyrir Leverkusen.

28. MARK!! Real Madrid 1:0 Borussia Dortmund. Karim Benzema skorar fyrir Real. Liðið er að vinna riðilinn sem stendur.

15. MARK!! Club Brugge 0:2 FCK. Jörgensen að koma FCK í tveggja marka forystu. Brugge átti aldrei möguleika í þessum riðli.

8. MARK!! Club Brugge 0:1 FCK. Brandon Mechele verður fyrir því óláni að skila boltanum í eigið net eftir aukaspyrnu.

6. MARK!! Porto 1:0 Leicester City. Andre Silva kemur heimamönnum yfir snemma leiks.

1. Leikirnir eru farnir af stað.

0. Helstu byrjunarlið birtast einnig hér fyrir neðan.

0. Lýsingin verður uppfærð jafnóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert