United getur mætt Roma

Paul Pogba og félagar geta mætt Roma.
Paul Pogba og félagar geta mætt Roma. AFP

Dregið verður í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á mánudag en ljóst er hvaða lið verða í pottinum. Manchester United getur mætt ítalska stórliðinu Roma.

Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist í kvöld og er því komin heildarsýn á hvaða lið geta mæst í 32-liða úrslitum. Átta lið koma úr Meistaradeildinni en það voru liðin sem höfnuði í þriðja sæti í sínum riðli.

Það kemur í ljós á morgun hvort Athletic Bilbao eða Genk taki efsta sætið í sínum riðli en fresta þurfti leik Sassuolo og Genk í kvöld vegna þoku. Hann verður leikinn í hádeginu á morgun.

Lið frá sama landi geta ekki mæst í 32-liða úrslitum og því geta Manchester United og Tottenham ekki mæst þar.

Liðin í efri styrkleikaflokki:

Fenerbahce
APOEL Nicosia
Saint-Étienne
Zenit St. Pétursborg
Roma
Ajax
Shakhtar Donetsk
Schalke
Fiorentina
Sparta Prag
Osmanlispor
FC København
Lyon
Totspur
Besiktas
Athletic Bilbao eða Genk

Liðin í neðri styrkleikaflokki:

Manchester United
Olympiacos
Anderlecht
AZ Alkmaar
Astra Giurgiu
Celta Vigo
Gent
Krasnodar
PAOK Saloniki
Hapoel Beer Sheva
Villarreal
Rostov
Borussia Mönchengladbach
Legia Varsjá
Ludogorets Razgrad
Athletic Bilbao eða Genk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert