Víkingaklappið meðal stærstu stundanna

Aron Einar Gunarsson, fyrirliði Íslands, sést hér fagna eftir sigurinn …
Aron Einar Gunarsson, fyrirliði Íslands, sést hér fagna eftir sigurinn gegn Englandi á EM í sumar. AFP

Landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, kemur fyrir í myndskeiði sem Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, birtir á síðu sinni í dag. Þar fer hann yfir hápunkta ársins á Facebook. 

Aron sést taka víkingaklappið eftir frækinn 2:1-sigur íslenska karlalandsliðsins gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í sumar. Einnig sést í myndskeiðinu glitta í mannfjöldann sem tók á móti landsliðinu á Arnarhóli eftir að Frakkar slógu Ísland úr leik í 8-liða úrslitum.

„2016 var erfitt fyrir marga. Það gefur mér hins vegar von að myrkustu stundirnar urðu aðeins betri vegna tengsla fólks,“ skrifaði Zuckerberg með myndskeiðinu.

Hann leggur áherslu á samheldni á erfiðum tímum en stríðið í Sýrlandi og dauði stórstjarna eins og Muhammed Ali, David Bowie og Prince koma við sögu.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert