Stofnað til að auka tekjur Red Bull

Leikmenn Leipzig fagna eftir einn af mörgum sigurleikjum í vetur.
Leikmenn Leipzig fagna eftir einn af mörgum sigurleikjum í vetur. AFP

Ris þýska knattspyrnuliðsins RB Leipzig frá fimmtu deildinni á toppinn í efstu deild er alls ekkert ævintýri, segir Hans-Joachim Watzke, fram­kvæmda­stjóri þýska knatt­spyrnuliðsins Borussia Dort­mund. 

Leipzig-liðið, sem var stofnað árið 2009 með stuðningi frá drykkjarframleiðandanum Red Bull, er með þriggja stiga forskot á Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu.

Watzke þvertók fyrir að eitthvað væri líkt með RB Leipzig og ævintýri Leicester, sem varð ensku meistari í knattspyrnu á síðasta keppnistímabili.

„Þeir hafa enga hefð og sögu eins og Leicester,“ sagði Watzke.

Með stuðningi frá austurríska orkjudrykkjaframleiðandanum hefur Leipzig farið upp um fjórar deildir á sjö tímabilum. Þeir eru sagðir hataðsta lið Þýskalands en stuðningsmenn annarra liða hafa mótmælt uppbyggingu liðsins.

Einhverjir stuðningsmenn Dortmund neituðu að borga sig inn á heimavöll Leipzig í september. Þeir sögðu Leipzig standa fyrir allt sem er að fótboltanum í dag.

„Liðið var stofnað til að auka tekjurnar hjá Red Bull og ekkert annað,“ sagði Watzke. 

„Það er þó kannski gott að deildin sé spennandi vegna þeirra. Þýskur fótbolti tilheyrir stuðningsmönnum og miðar á leiki eru ódýrir. Fjölmargir erlendir ferðamenn koma til Dortmund og horfa á leik fyrir einungis 11 evrur (1300 íslenskar krónur),“ bætti Watzke við.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert