Real Madrid bætti félagsmet

Leikmenn Real Madrid fagna sigurmarki Sergio Ramos í uppbótartíma í …
Leikmenn Real Madrid fagna sigurmarki Sergio Ramos í uppbótartíma í gærkvöldi. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid bættu félagsmet í gærkvöldi þegar liðið lagði Deportivo La Coruna, 3:2, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Ekki mátti þó tæpara standa.

Sjá frétt mbl.is: Ramos hetja Real í uppbótartíma

Þetta var 35. leikurinn í röð í öllum keppnum þar sem Real er ósigrað og bætti liðið þar með félagsmet frá tímabilinu 1988-1989 þegar liðið tapaði ekki í 34 leikjum í röð í öllum keppnum.

Þá er þetta í sjöunda sinn sem Real er taplaust eftir fyrstu 15 umferðirnar í deildarkeppni á Spáni. Aðeins einu sinni af fyrri skiptunum mistókst liðinu að vinna titilinn, en það var tímabilið 1991-1992.

Sem stendur er Real í efsta sæti deildarinnar með sex stiga forskot á Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert