Atli Eðvaldsson á leið til Færeyja

Atli Eðvaldsson.
Atli Eðvaldsson. mbl.is/Golli

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er að taka við stöðu þjálfara hjá sameiginlegu liði TB, FC Suðureyja og Royn sem leikur í úrvalsdeildinni í Færeyjum á næsta keppnistímabili. Samkvæmt heimildum mbl.is verður að öllum líkindum gengið frá þessu um helgina.

Atli er 59 ára gamall og var landsliðsþjálfari Íslands á árunum 1999 til 2003. Hann hefur einnig þjálfað lið á borð við ÍBV, Þrótti, KR og Val hér á landi. Hann stýrði síðast Aftureldingu fyrir þremur árum.

Atli lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert