Missti starfið vegna ummæla um Messi

Það má alls ekki gagnrýna Messi.
Það má alls ekki gagnrýna Messi. AFP

Barcelona hefur lækkað starfsmann félagsins í tign eftir ummæli sem hann lét falla um Lionel Messi. 

Pere Gratacos, fyrrum leikmaður félagsins, talaði um Messi í viðtali í dag og sagði hann m.a að Messi væri ekki svona góður ef hann hefði ekki stórkostlega liðsfélaga í kringum sig. 

„Messi væri ekki eins góður, ef ekki væri fyrir leikmenn eins og Iniesta og Neymar,“ sagði Gratacos við spænska fjölmiða. 

Stjórnarmenn félagsins voru allt annað en sáttir við þessi ummæli og var honum umsvifalaust vikið úr störfum tengiliðs á milli Barcelona og spænska knattspyrnusambandsins. 

Hann starfar samt sem áður enn í unglingaakademíu félagsins, sem hann starfaði við með áðurnefndu starfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert