Rúnar búinn að kaupa Gary Martin

Gary Martin á æfingu Lokeren í dag.
Gary Martin á æfingu Lokeren í dag. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Framherjinn Gary Martin er genginn í raðir Lokeren í Belgíu, en félagið kaupir hann af Víkingi R. Hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs nú rétt í þessu.

Rúnar Kristinsson er því að krækja í enska framherjann í þriðja sinn. Hann fékk hann til KR á sínum tíma og svo að láni til Lilleström þegar Rúnar var við stjórn hjá norska liðinu í fyrra. Víkingur og Lokeren sömdu um kaupverðið á dögunum og Martin var þegar búinn að skora fyrir belgíska liðið í æfingaleik fyrir helgi.

„Þetta er án efa mesta áskorunin á mínum ferli. Ég hef vonast eftir í langan tíma að fá tækifæri eins og þetta og Lokeren er án efa besta lið sem ég hef spilað með. Ég er meðvitaður um að ég mun ekki ganga inn í liðið, en mun berjast fyrir sæti mínu. Ég vil sýna og sanna að ég get staðið mig á þessu stigi og hlakka til að sýna stuðningsmönnunum hvað ég get,“ sagði Martin við heimasíðu Lokeren.

Gary Martin hef­ur leikið hér á landi frá 2012, fyrst með Skaga­mönn­um og síðan KR og Vík­ingi.

Gary Martin með treyju Lokeren.
Gary Martin með treyju Lokeren. Ljósmynd/Heimasíða Lokeren
Gary Martin á æfingu Lokeren í dag.
Gary Martin á æfingu Lokeren í dag. Ljósmynd/Kristján Bernburg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert