Sverrir í fallslaginn á Spáni

Eiður Smári Guðjohnsen er einn fimm Íslendinga sem hafa leikið …
Eiður Smári Guðjohnsen er einn fimm Íslendinga sem hafa leikið á Spáni. Sverrir Ingi Ingason verður nú sá sjötti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, kom í gær til spænska félagsins Granada, sem kaupir hann af Lokeren í Belgíu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er kaupverðið um 1,9 milljón evra, eða um 230 milljónir íslenskra króna.

Ekki var gengið endanlega frá samningum í gærkvöld, en Sverrir fór þá í læknisskoðun hjá Granada. Að óbreyttu verður skrifað undir í dag og Sverrir gæti spilað strax gegn Espanyol í Barcelona á laugardaginn kemur.

Sverrir er á leið í mjög erfiða fallbaráttu með liði Granada sem er næstneðst í deildinni með aðeins einn sigur í fyrstu átján leikjunum og er sex stigum frá því að komast úr fallsæti.

Þetta er sjötta tímabil Granada í röð í 1. deildinni, en liðið hefur ávallt endað í 15. til 17. sæti af 20 liðum og yfirleitt forðað sér naumlega frá falli. Félagið sneri aftur í efstu deild 2011 eftir 35 ára fjarveru og það spilaði um skeið í D-deild, á árunum 2002 til 2006, en vann sig síðan hratt upp eftir það.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert