Sverrir Ingi mættur til æfinga

Sverrir Ingi Ingason mættur á æfingu hjá Granada.
Sverrir Ingi Ingason mættur á æfingu hjá Granada. Ljósmynd/granadacf.es

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er byrjaður að æfa með spænska 1. deildarliðinu Granada og mun innan tíðar skrifa undir samning við félagið.

Greint er frá því á heimasíðu Granada í dag að verið sé að ganga frá síðustu atriðunum í samningnum við Lokeren, en Granada kaupir Sverri frá belgíska félaginu og samkvæmt heimildum mbl.is nemur kaupverðið um 230 milljónum króna.

Frétt mbl.is: Þetta er gott skref fyrir Sverri

Sverrir gekkst undir læknisskoðun í gær og gekk hún vel.

Fyrsti leikur Sverris með Granada gæti verið á laugardaginn þegar liðið sækir Espanyol heim til Barcelona.

Uppfært kl. 10.30: Granada birti þessar myndir af Sverri á æfingunni rétt í þessu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert