Gummi Ben með þátt á BBC

Guðmundur Benediktsson lýsir einum af leikjum Íslands í Frakklandi.
Guðmundur Benediktsson lýsir einum af leikjum Íslands í Frakklandi.

Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben eins og hann er kallaður, lýsandi hjá Stöð 2, hefur nú gert þátt á BBC World Service þar sem hann fer yfir sögu lýsinga á knattspyrnuleikjum. 

Gummi vakti heimsathygli fyrir lýsingu sína á EM í Frakklandi, er hann gjörsamlega tapaði sér þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði Íslendingum 2:1 sigur á Austurríki í lokaleik Íslands í riðlakeppninni. 

Nú hefur BBC nýtt sér krafta hans í skemmtilegum þætti þar sem farið er yfir allt sem viðkemur lýsingu á knattspyrnuleikjum. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á heimasíðu BBC World Service með því að klikka hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert