Yfirgaf völlinn í tárum eftir apahljóð

Everton Luiz fer af velli í gær.
Everton Luiz fer af velli í gær. AFP

Everton Luiz, brasilískur leikmaður Partizan Belgrad í Serbíu, yfirgaf völlinn tárvotur eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði í grannaslag gegn Rad í gær.

Apahljóðum var beint að hinum 28 ára gamla Luiz, sem átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar í kjölfarið.

„Ég gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa þurft að spila undir þessu í 90 mínútur. Ég var enn meira hissa á því að andstæðingarnir á vellinum reyndu ekki að róa sína stuðningsmenn, heldur bökkuðu þá upp,“ sagði Luiz.

Partizan vann leikinn 1:0, en þetta er langt í frá eina atvikið af þessum toga sem kemur upp þar í landi.

Markvörðurinn Filip Kljajic huggar Everton Luiz í leikslok.
Markvörðurinn Filip Kljajic huggar Everton Luiz í leikslok. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert